DHL til liðs við kvennaknattspyrnuna í Keflavík
Gengið hefur verið frá styrktarsamning á milli DHL og meistaraflokks Keflavíkurkvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. DHL gerist þar með einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og verður fyrirtækið með auglýsingu á keppnistreyjum meistaraflokks bæði aðal- og varasetti þegar liðið hefur keppni í Landsbankadeild kvenna í sumar.
Mynd: www.keflavik.is- Frá undirskrift samstarfssamnings t.v. Atli Freyr Einarsson, sölu- og markaðsstjóri DHL og Þórður Þorbjörnsson stjórnarmaður í meistaraflokksráði kvenna hjá Keflavík.