Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dennis Rodman til Keflavíkur
Föstudagur 10. júní 2011 kl. 12:18

Dennis Rodman til Keflavíkur

Nú í haust mun fara fram hér á landi einn stærsti íþrótta og sýningarviðburður sem farið hefur fram hér á landi, en þá mun hið stórkostlega körfubolta- og sýningarlið Ball Up Street/NBA koma til landsins og spila við úrvalslið íslenskra leikmanna sem valið verður af KKÍ og Andersen viðburðum sem er umboðsaðilli Ball up street/ NBA í Evrópu.

Hinn skrautlegi Dennis Rodman sem allir íslendingar kannast við verður með í för en þar er enginn smá leikmaður á ferð, má líkja honum við Paul Gascoigne í fótboltanum og Amy Winehouse í tónlistinni svo stórt nafn og þekktur er Dennis Rodman.

Einn af leikjum liðsins fer fram í Keflavík og tilvalið fyrir aðdáendur Ormsins að skella sér og bera goðið augum.

Leikurinn í Keflavík fer fram föstudagskvöldið 7. okt kl 20:00 og miðasala hefst á miða.is 17. júní en um þrjá sýningarleiki  að ræða.

Einnig verður með í för verður einnig Tracy Murray sem lék meðal annars með LA Lakers og er því um gríðlegan hvalreka að ræða fyrir alla áhugamenn og konur um körfubolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er Andersen viðburðir ehf sem sjá um komu "Ball up Street/ NBA" í haust en Andersen er umboðsaðilli Ball Up Street/ NBA í Evrópu.