Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 10. mars 2003 kl. 21:54

Deildarmeistararnir krýndir

Keflavík sigraði KR í hörkuspennandi leik, 73:71, í síðustu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik. Erla Þorsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir tryggðu heimastúlkum sigurinn en þær skoruðu mikilvægar körfur í lokin. Keflavíkurstúlkur, sem höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn fyrir löngu fengu bikarinn afhentan að leik loknum. Keflavík mætir Njarðvík í undanúrslitum og Grindavík mætir KR.Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Keflavíkur, sagðist hafa búist við hörku leik. „Það var ekkert erfitt að fá stelpurnar til að spila á fullu þótt við hefðum verið búnað að tryggja titilinn. Við unnum deildina örugglega en nú er ný keppni að byrja þar sem við ætlum okkur ekkert annað en sigur“, sagði Anna María í leikslok.

ÍS vann Njarðvik 81:75 og Grindavík sigraði Hauka 91:59 í hinum leikjum kvöldsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024