Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Deildarbikarinn um helgina
Mánudagur 4. apríl 2005 kl. 14:36

Deildarbikarinn um helgina

Keflvíkingar töpuðu gegn FH 3-0 í Reykjaneshöllinni í gær en flauta þurfti af leik liðanna í leikhléi á stjörnuvelli á laugardag þegar Keflvíkingar voru komnir 1-0 yfir með marki Þorsteins Atla Georgssonar. Grindvíkingar töpuðu gegn ÍA 2-0 í Fífunni og Reynir Sandgerði tapaði 1-5 gegn Aftureldingu í Reykjaneshöllinni í gær. Kvennalið Keflvíkinga gerði jafntefli við ÍA í Reykjaneshöllinni 1-1.

Á laugardag vann Víðir Árborg 4-0 með mörkum frá Knúti Jónssyni, Guðmundi Einarssyni, Herði Harðarsyni og einu sjálfsmarki Árborgsmanna. Njarðvík gerði jafntefli við Leikni á Leiknisvelli á laugardag 2-2 með mörkum frá Gunnari Einarssyni og Aroni Smárasyni.

 

VF-Mynd/Þorgils: Úr leik Keflavík-FH í Reykjaneshöllinni í gær

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024