Deandre Kane framlengir við Grindavík
Deandre Kane framlengdi samningi sínum við Grindavík á lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar í gær en Kane var einn albesti útlendingurinn í Subway-deild karla í ár.
Í viðtali við Víkurfréttir sagði Kane við tilefnið: „Ég á eftir að ljúka því sem ég byrjaði, ég kom hingað til að vinna meistaratitilinn og það tókst ekki í ár. Við vinnum á næsta tímabili.“