Davíð verðlaunaður fyrir árangur í námi og sundi
Stendur sig vel í Arizona háskóla
Sundkappinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson hjá ÍRB hlaut um daginn heiðursverðlaun sem veitt eru í nafni Ron Johnson í Arizona State University þar sem Davíð stundar nám. Verðlaunin eru veitt þeim sundmanni sem talin er hvetjandi fyrirmynd og frábær leiðtogi bæði í lauginni og í skólastofunni en Ron Johnson þessi er fyrrum þjálfari liðs skólans. Davíð sem er að hefja mastersnám í arkitektúr við skólann var fyrirliði sundliðsins í ár, en liðið hefur náð mjög góðum árangri. Lið hans sló m.a. skólamet í 4x100 yarda fjórsundi þar sem ólympíufarar áttu fyrra metið.