Davíð vann Gunnlaug í maraþonleik
Fyrsta púttmót Golfklúbbs Suðurnesja á þessu ári var haldið í inniaðstöðu GS í HF við Hafnargötu sl. þriðjudag. Tæplega 20 manns mættu í mótið og skemmtu sér vel. Spilaður var 18 holu höggleikur og síðan tók við holukeppni í tveimur riðlum. Frá þessu er greint á golffréttavefmiðlinum www.kylfingur.is
Sigurvegari í A-riðli var Gunnlaugur K. Unnarsson eftir að hafa unnið Sigfúsi A. Sigfússyni í úrslitum riðilsins og í B-riðli sigrðai Davíð Jónsson eftir sigur á Þorsteini Geirharðsyni. Gunnlaugur og Davíð léku síðan um sigurinn í mótinu og var það Davíð sem vann á 22. holu (4. holu í bráðabana).
Púttmótin verða alltaf á þriðjudögum í vetur fram að páskum. Veitt eru verðlaun í hverju móti og einnig í heildarkeppninni í lokin þar sem 6 af 10 mótum gilda. Mótsgjald er 500 krónur og er ætlunin er að mótsgjaldið renni til styrktar Erni Ævari Hjartarsyni ásamt því að gerður er getraunaseðill þar sem púttarar koma með sína hugmynd að seðli og freista gæfunnar. GS-ingar segja að allir séu velkomnir og kaffi alltaf á könnunni.
Mynd: Tveir efstu í mótinu: Davíð Jónsson og Gunnlaugur K. Unnarsson. Á neðri myndinni má sjá keppendur pútta.