Davíð Þór: „Rífum okkur upp í næsta leik“
Keflvíkingar töpuðu í gær gegn Haukum í 8-liða úrslitum Epson-deildarinnar 83:70 og því er einvígið jafnt 1-1, eitthvað sem fáir bjuggust við. Keflvíkingar spila því oddaleik á morgun og er hann kl. 20:00. Davíð Þór Jónsson leikstjórnandi Keflavíkur hefur verið að spila vel í vetur sagði í viðtali við vf.is að Keflvíkingar hafi einfaldlega ekki mætt tilbúnir í leikinn í gær... „Haukarnir mættu miklu ákveðnari til leiks og tóku okkur bara í nefið frá upphafi. Alltaf þegar við vorum að nálgast þá eitthvað virtust þeir koma með eitthvað nýtt úr pokahorninu og því fór sem fór. Það var líka slæmt að missa Damon í villuvandræði snemma leiks og hafði það töluverð áhrif“.
Voru menn ekki tilbúnir í þennan leik?
„Nei það leit ekki út fyrir það“
Hvernig leggst þriðji leikurinn í þig?
„Virkilega vel og munum við koma 100% ákveðnir til leiks. Ég hef tröllatrú á að okkur takist að klára þetta dæmi enda kemur ekkert annað til greina. Ég hvet líka fólk að mæta og láta heyra vel í sér“.
Er ekkert sress í mannskapnum?
„Nei það held ég ekki. Við erum bara orðnir spenntir að spila leikinn en auðvitað er alltaf smá stress í manni. Ætli við höfum ekki verið einum of kærulausir í gær og ekki nógu stressaðir“.
Eru Haukarnir sterkari en þú bjóst við?
„Nei alls ekki. Þeir hafa verið arfaslakir í vetur og gátu því ekki annað en batnað. Þetta eru reynsluboltar í þessu liði sem lifa á svona leikjum og það er aðeins einn ungur og efnilegur í þessu liði sem segir margt um reynsluna sem þeir búa yfir. Þeir eru góðir þó svo þeir spili alveg drepleiðinlegan bolta“.
Nú hafa lykilmenn liðsins kannski ekki verið að sýna sitt rétta andlit í leikjunum gegn Haukum, hvernig stendur á því?
„Það er auðvitað erfitt að segja en í okkar liði eru flestir jafnir og því enginn sérstakur lykilmaður fyrir utan Damon. Hann lenti í villuvandræðum í báðum leikjunum og skemmir það talsvert fyrir. Þá verða hinir að koma sterkari af bekknum en ég held að við munum allir rífa okkur upp í næsta leik og spila okkar leik.
Voru menn ekki tilbúnir í þennan leik?
„Nei það leit ekki út fyrir það“
Hvernig leggst þriðji leikurinn í þig?
„Virkilega vel og munum við koma 100% ákveðnir til leiks. Ég hef tröllatrú á að okkur takist að klára þetta dæmi enda kemur ekkert annað til greina. Ég hvet líka fólk að mæta og láta heyra vel í sér“.
Er ekkert sress í mannskapnum?
„Nei það held ég ekki. Við erum bara orðnir spenntir að spila leikinn en auðvitað er alltaf smá stress í manni. Ætli við höfum ekki verið einum of kærulausir í gær og ekki nógu stressaðir“.
Eru Haukarnir sterkari en þú bjóst við?
„Nei alls ekki. Þeir hafa verið arfaslakir í vetur og gátu því ekki annað en batnað. Þetta eru reynsluboltar í þessu liði sem lifa á svona leikjum og það er aðeins einn ungur og efnilegur í þessu liði sem segir margt um reynsluna sem þeir búa yfir. Þeir eru góðir þó svo þeir spili alveg drepleiðinlegan bolta“.
Nú hafa lykilmenn liðsins kannski ekki verið að sýna sitt rétta andlit í leikjunum gegn Haukum, hvernig stendur á því?
„Það er auðvitað erfitt að segja en í okkar liði eru flestir jafnir og því enginn sérstakur lykilmaður fyrir utan Damon. Hann lenti í villuvandræðum í báðum leikjunum og skemmir það talsvert fyrir. Þá verða hinir að koma sterkari af bekknum en ég held að við munum allir rífa okkur upp í næsta leik og spila okkar leik.