Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð Snær skoraði og sló leikjamet með U-17 landsliðinu
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 14:45

Davíð Snær skoraði og sló leikjamet með U-17 landsliðinu

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði annað marka Íslands í sigurleik U-17 gegn Slóveníu  í milliriði EM í Þýskalandi í gær. Ísland vann 2-1 og Keflvíkingurinn lék sinn 28. leik með landsliði 17 ára og yngri sem er met.

Metið áttu þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason sem léku með liðinu á árunum 1992-1997.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur Íslands er gegn heimamönnum á laugardag og Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. 
Tvö efstu lið riðilsins fara í lokakeppnina í maí á Írlandi.