Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð Rafn í fyrsta hnefaleikalandsliði Íslands
Davíð er mjög hreyfanlegur og fimur á fæti en þó grimmur við andstæðingana. Mynd af síðu HFR
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 8. september 2021 kl. 09:49

Davíð Rafn í fyrsta hnefaleikalandsliði Íslands

Merk tímamót hafa orðið í hnefaleikaíþróttinni á Íslandi en nýverið tilkynnti Hnefaleikasamband Íslands fyrsta landsliðshóp Íslands í hnefaleikum. Davíð Rafn Björgvinsson úr Hnefaleikafélagi Reykjaness var valinn í landslið karla.

Björn Björnsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjaness, segir að Davíð hafi verið í kringum hnefaleika í sextán ár og sé nýlega byrjaður aftur. „Hann er gríðarlegur áhugamaður um íþróttina, horfir mikið á bardaga. Davíð keppir í þungavigt, er mjög hreyfanlegur og fimur á fæti en þó grimmur við andstæðingana,“ hafði Björn að segja um landsliðsmanninn.

Kolbeinn Kristinsson er landsliðsþjálfari og hefur yfirumsjón með vali í liðið en helsta verkefni landsliðsins í ár er undirbúningur Norðurlandameistaramóts sem haldið verður á Íslandi í fyrsta sinn í mars 2022.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024