Davíð Örn á láni til Reynis
Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Hallgrímsson hefur verið lánaður frá Keflavík til Reynis í 1. deild karla í knattspyrnu út tímabilið. Davíð er staðháttum kunnur í Sandgerði en hann lék tíu leiki með liðinu á síðustu leiktíð.
Davíð sem verður 21 árs á þessu ári var á láni hjá Njarðvík fyrr í sumar og lék hann fjóra leiki í 1. deildinni og einn í VISA bikarnum. Reynir og Þór eigast við í kvöld en Davíð verður ekki í hópnum þar sem félagsskiptin ganga ekki í gegn fyrr en á morgun.
Heimild: www.fotbolti.net