Davíð og Svanhvít Helga klúbbmeistarar hjá GG
Davíð Arthur Friðriksson og Svanhvít Helga Hammer eru klúbbmeistarar hjá Golfklúbbi Grindavíkur 2011. Veðurguðirnir voru ekki með kylfingum á lokadegi meistaramóts GG. Norðan strekkingur mætti mönnum strax um morguninn og bætti enn meira í er líða tók á daginn.
Í meistaraflokki karla sigraði Davíð Arthur nokkuð sannfærandi eftir að hafa náð forystunni á þriðja degi. Hann lék hringina fjóra á 293 höggum og sigraði með 7 högga mun.
Svanhvít Helga var mjög sannfærandi í leik sínum. Hún hélt forystunni frá fyrsta degi og stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 31 högga forskot á næsta keppanda.
Flestir voru sammála um að völlurinn væri í frábæru standi og að flatirnar séu með þeim bestu á öllu landinu.
Nánar má lesa um úrslitin á heimasíðu GG.