Davíð með tvö brons í Lúxemborg
Sundmaðurinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson náði góðum árangri með unglingalandsliðinu á alþjóðlega unglingamótinu í sundi sem fram fór í Lúxemborg um síðustu helgi.
Davíð vann til bronsverðlauna í 100 og 200m baksundi og bætti sig í öllum þeim sundum sem hann synti, m.a. komst hann í milliriðla í bæði 50m bak- og flugsundi.
Einnig bætti Davíð tímann sinn í 100m baksundi þegar hann synti fyrsta sprett fyrir íslenska liðið. Tími hans í boðsundinu var 1,03,47.
Þau Kristinn Ásgeir Gylfason og Helena Ósk Ívarsdóttir kepptu einnig á mótinu. Kristinn Ásgeir bætti sig í tveimur greinum og var alveg við sína tíma í öðrum greinum en Helena Ósk var nokkuð frá sínu besta.
Davíð vann til bronsverðlauna í 100 og 200m baksundi og bætti sig í öllum þeim sundum sem hann synti, m.a. komst hann í milliriðla í bæði 50m bak- og flugsundi.
Einnig bætti Davíð tímann sinn í 100m baksundi þegar hann synti fyrsta sprett fyrir íslenska liðið. Tími hans í boðsundinu var 1,03,47.
Þau Kristinn Ásgeir Gylfason og Helena Ósk Ívarsdóttir kepptu einnig á mótinu. Kristinn Ásgeir bætti sig í tveimur greinum og var alveg við sína tíma í öðrum greinum en Helena Ósk var nokkuð frá sínu besta.