Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð Ingi yfirgefur Grindavík
Mánudagur 15. júlí 2013 kl. 09:07

Davíð Ingi yfirgefur Grindavík

Leikur með Fjölni á næsta tímabili

Davíð Ingi Bustion sem vakti athygli með Grindvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta hefur ákveðið að söðla um og halda í Grafarvoginn til liðs við Fjölni. Davíð er tvítugur en hann gekk til liðs við Grindavík fyrir síðasta tímabil og var hluti af liðinu sem landaði Íslandsmeistaratitli nú í vor. Davíð er hálfur Íslendingur en faðir hans lék í NBA deildinni á árum áður, svo kappinn á ekki langt að sækja hæfileikana.

Tengdar fréttir: Yngsti Dabbinn er búinn að taka yfir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024