Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Davíð Hildiberg setti Íslandsmet á Smáþjóðaleikunum
Hluti hópsins í San Marínó. Mynd frá Sundráði ÍRB.
Föstudagur 2. júní 2017 kl. 16:37

Davíð Hildiberg setti Íslandsmet á Smáþjóðaleikunum

-Áfram syndir sundfólkið í San Marínó

Suðurnesjamenn eiga marga fulltrúa á Smáþjóðaleikunum, sem fram fara í San Marínó þessa dagana. Vel hefur gengið seinustu daga hjá sundfólkinu.


Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er einn af meðlimum íslensku sveitarinnar í 4x100m fjórsundi karla en í gær vann sveitin til silfurverðlauna á tímanum 3:47,67 sem er Íslandsmet.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá endaði Karen Mist Arngeirsdóttir í fjórða sæti í 100 m bringusundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir lenti í sjötta sæti í 200 m skriðsund­inu, Kristó­fer Sig­urðsson varð í fimmta sæti í 200 m skriðsundinu og Þröst­ur Bjarna­son varð í því sjötta.