Danspar af Suðurnesjum Íslandsmeistari
Ungt danspar af Suðurnesjum sigraði á Íslandsmeistaramótinu í Latin dönsum með grunnaðferð sem haldið var í Laugardalshöllinni sunnudaginn 4. maí. Þau Theodór Kjartansson og Thelma Dögg Ægisdóttir voru eitt af þremur pörum sem tóku þátt í flokki 16 - 18 ára en þau hafa staðið sig mjög vel á dansgólfinu á undanförnum mótum og verið í verðlaunasætum.Theodór og Thelma æfa í dansskóla Heiðars og er þetta 6. veturinn sem þau dansa saman.
Mynd: Theodór og Thelma ásamt Svanhildi Sigurðardóttur þjálfara þeirra sem hefur reynst þeim mjög vel. Þess má geta að fyrir áramót kom hún þrisvar í viku til Keflavíkur bara til að þjálfa þau en hún er búsett í Reykjavík.
Mynd: Theodór og Thelma ásamt Svanhildi Sigurðardóttur þjálfara þeirra sem hefur reynst þeim mjög vel. Þess má geta að fyrir áramót kom hún þrisvar í viku til Keflavíkur bara til að þjálfa þau en hún er búsett í Reykjavík.