Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Danskur markvörður til Keflvíkinga og landsliðskona frá Kína til kvennaliðsins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 24. janúar 2023 kl. 18:22

Danskur markvörður til Keflvíkinga og landsliðskona frá Kína til kvennaliðsins

Keflvíkingar hafa samið við Mathias Rosenørn, danskan markvörð um að leika með félaginu í Bestu deildinni í knattspyrnu en Sindri K. Ólafsson fór frá félaginu í lok síðasta árs til FH. 

Daninn hefur leikið með Klaksvik í Færeyjum undanfarin 3 ár og unnið þar allt með félaginu og var þar valinn besti markvörðurinn í deildinni. Á síðasta tímabili fékk Mathias einungis á sig sjö mörk í 27 deildarleikjum. Hann lék með færeyska liðnu í Evrópukeppni á síðasta ári og stóð sig frábærlega, segir í frétt frá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mathias er annar leikmaðurinn sem Keflavík fær í sínar raðir fyrir komandi keppnistímabil. Hinn er Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum. 

Þá fékk kvennalið Keflavíkur einnig liðsauka nýlega þegar hin kínverska Linli Tu kom til bítlabæjarins. Linli Tu er fædd 1999 og spilaði à síðasta tímabili í Lengjudeild kvenna með F/H/L sameiginlegu liði Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis. Hún var markahæst í Lengjudeildinni à síðasta ári með 16 mörk í 17 leikjum og var valin í lið ársins.  

Linli Tu er landsliðskona frá Kìna en hún hefur leikið með U17 og U20  meðal annars sem fyrirliði.