Danskur markvörður og Slóveni til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa samið við danskan markvörð, Lasse Jörgensen og mun hann koma til landsins á mánudag.
Lasse fór með Keflvíkingum í æfingaferð til Portúgals og stóð sig það vel þar að forráðamenn liðsins ákváðu að bjóða honum samning. Lasse kemur frá Silkeborg IF en þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Rúnarsson léku þar áður. Hann var varamarkvörður liðsins og lék nokkra leiki með aðalliði danska liðsins. Lasse sýndi í Portúgal að þar er snall markvörður á ferð og eru forráðamenn Keflvíkur ánægðir að hafa klófest hann og styrkt hópinn. Þeir töldu mikilvægt að fá annan sterkan markvörð fyrir keppnistíðina sem hefst 11. maí.
Þá kom í gær slóvenskur varnarmaður til reynslu hjá Keflavík og verður hann hér í um vikutíma. Hann heitir Alen Sutej og er hávaxinn vinstri fótar leikmaður yfir 1,90 m á hæð og hefur leikið stöðu miðvarðar hjá Livar Gorica og Ljubljana í efstu deild í heimalandi sínu.
Keflavík mun leika æfingaleik við Víði í Garði á morgun sunnudag kl.11. Þar mun Slóveninn þreyja frumraun sína með liðinu.
Myndir/Keflavik: Lasse og Kristján Guðmundsson þjálfari í æfingaferðinni í Portúgal fyrir stuttu.
Keflavíkurhópurinn sem fór í æfingaferð til Portúgals.
Á einni af æfingunum, Jóhann B. Guðmundsson til hægri. Lasse markvörður fyrir neðan.