Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Danskur landsliðsmaður til Keflavíkur
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 11:10

Danskur landsliðsmaður til Keflavíkur

Keflvíkingar tefla fram risavöxnu liði á næstu leiktíð

 

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau er genginn til liðs við Keflavík. Thomas er 24 ára framherji/miðherji, 210 sm á hæð og varð meistari 2000-2001 með Herley BMS í heimalandi sínu. Hann spilaði með Northwestern College á árunum 2001-2003 í USA og í febrúar sama ár skrifaði hann undir við Benetton Basket Triviso á Ítalíu og varð meistari með þeim.

 

Frá 2003 hefur hann spilað í Þýskalandi m.a. með Leverkusen í Bundesliga. Á síðasta tímabili lék hann með Grevenbroich 2. Bundesliga og var með 13 stig að meðaltali og 5 fráköst. Thomas spilaði með öllum yngri landsliðum Dana og er sem fyrr sagði í Danska landsliðinu en hann skoraði einmitt sigurkörfu Dana gegn Íslendingum á Norðurlandamótinu í Finnlandi, 82:81, í síðasta mánuði.

 

Með tilkomu Soltau hafa Keflvíkingar á gríðarlega hávöxnu liði að skipa í vetur. Soltau telur 210 sm eins og áður greinir og eru þá fyrir hjá félaginu landsliðsmaðurinn Jón N. Hafsteinsson, 197 sm, Sigurður Þorsteinsson, 203 sm, Calvin Davies frá Bandaríkjunum sem er 205 sm og Halldór Örn Halldórsson sem er um tveir metrar. Ekki má heldur gleyma Þresti Leó Jóhannssyni sem 199 sm að hæð.

 

Atlaga að körfu Keflvíkinga ætti því að vera nokkuð torsótt í vetur en á síðustu leiktíð var teigurinn þeirra helsti veikleiki gegn leikmönnum á borð við George Byrd hjá Skallagrím og Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024