Danskur landsliðsmaður til Keflavíkur
Keflvíkingar tefla fram risavöxnu liði á næstu leiktíð
Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau er genginn til liðs við Keflavík. Thomas er 24 ára framherji/miðherji, 210 sm á hæð og varð meistari 2000-2001 með Herley BMS í heimalandi sínu. Hann spilaði með Northwestern College á árunum 2001-2003 í USA og í febrúar sama ár skrifaði hann undir við Benetton Basket Triviso á Ítalíu og varð meistari með þeim.
Frá 2003 hefur hann spilað í Þýskalandi m.a. með Leverkusen í Bundesliga. Á síðasta tímabili lék hann með Grevenbroich 2. Bundesliga og var með 13 stig að meðaltali og 5 fráköst. Thomas spilaði með öllum yngri landsliðum Dana og er sem fyrr sagði í Danska landsliðinu en hann skoraði einmitt sigurkörfu Dana gegn Íslendingum á Norðurlandamótinu í Finnlandi, 82:81, í síðasta mánuði.
Með tilkomu Soltau hafa Keflvíkingar á gríðarlega hávöxnu liði að skipa í vetur. Soltau telur 210 sm eins og áður greinir og eru þá fyrir hjá félaginu landsliðsmaðurinn Jón N. Hafsteinsson, 197 sm,
Atlaga að körfu Keflvíkinga ætti því að vera nokkuð torsótt í vetur en á síðustu leiktíð var teigurinn þeirra helsti veikleiki gegn leikmönnum á borð við George Byrd hjá Skallagrím og Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík.