Danmörk vann Ísland í gær
Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Danmörku í gær, 71-81.
Ísland byrjaði mun betur og náði 26-10 forskoti í fyrsta leikhluta, en þá hrökk allt í baklás. Danir gengu á lagið og komust yfir 42-40 með síðasta skoti fyrri hálfleiks.
Ekki tókst íslensku strákunum að taka stjórnina í þriðja leikhluta, en misstu endanlega af lestinni í þeim fjórða.
Jakob Sigurðsson var stigahæstur Íslendinga með 14 stig og Jón Arnór Stefánsson var með 13. Hlynur Bæringsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu 10 hvor, Jón Norðdal og Fannar Ólafsson 6 Sigurður Þorvaldsson 5, Helgi Magnússon 4 og Páll Axel Vilbergsson 3.
Mynd: KKI.is