Daníel Leó meiddist í sigrinum á WBA
Blackpool áfram í FA-bikarnum
Daníel Leó Grétarsson átti endurkomu í byrjunarlið Blackpool þegar liðið mætti úrvalsdeildarliði West Bromwich Albion í FA-bikarnum á Englandi um síðustu helgi. Blackpool sem leikur í D-deild enska boltans sýndi sínar bestu hliðar og að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn, 2:2. Því var farið í framlengingu þar sem ekkert mark var skorað en að lokum fagnaði lið Grindvíkingsins sigri eftir vítaspyrnukeppni.
Daníel Leó átti fínan leik í vörninni og lék í 90 mínútur en var skipt út af fyrir framlenginguna. Með sigrinum er Blackpook komið í fjórðu umferð bikarsins og mætir úrvalsdeildarliði Brighton þann 23. janúar.
Í samtali við VF sagði Daníel að leikurinn hafi getað fallið hvoru megin, hann hafi verið jafn og bæði lið hafi fengið sín færi.
„Það er mikið sjálfstraust í liðinu og við vorum vissir að við gætum strítt þeim aðeins.