Daníel Leó áfram í Noregi
Daníel Leó Grétarsson hefur framlengt samning sinn við Álasund í Noregi til þriggja ára, er fram kemur á fótbolti.net. Daníel, sem er 21 árs, er uppalinn hjá Grindavík en spilar nú sitt þriðja tímabil í Noregi.
Álasund hefur byrjað vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti eftir tólf umferðir.