Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Daníel Arnar íþróttamaður Sandgerðis
Daníel Arnar vann til fjölda verðlauna á síðasta ári.
Þriðjudagur 8. mars 2016 kl. 11:35

Daníel Arnar íþróttamaður Sandgerðis

Taekwondomaðurinn Daníel Arnar Ragnarsson, 14 ára, var um síðustu helgi kjörinn íþróttamaður Sandgerðis 2015. Viðurkenniningin var veitt í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Við sama tækifæri var afhent viðurkenning frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði og var það Guðmundur Einarsson sem hlaut viðurkenninguna.
 
Daníel Arnar átti gott keppnisár 2015 og vann til 16 verðlauna. Hann sýndi góðan árangur sér í lagi á opna skoska meistaramótinu. Daníel Arnar mætir á allar æfingar og alla taekwondoviðburði sem í boði eru á Íslandi og er einn allra virkasti iðkandinn í taekwondo deild Keflavíkur. Daníel Arnar er duglegur og efnilegur íþróttamaður sem sinnir íþrótt sinni af mikilli alúð og einlægni. Hann er fyrirmynd yngri iðkenda og hjálpar iðulega til við útbreiðslu íþróttarinnar til dæmis með því að vera aðstoðarþjálfari á námskeiðum, æfingum og í æfingabúðum.
 
Árangur Daníels Arnars 2015
RIG 2015- Gull í bardaga
RIG 2015 - Silfur í einstaklingstækni
RIG 2015 - Silfur í hópatækni
Íslandsmót 2015 Bardagi - Silfur
Bikarmót 3  2015 - Silfur í bardaga
Bikarmót 3 2015 - Brons í tækni
Bikarmót 1 2015 - 4. sæti í bardaga
Bikarmót 1 2015 - 5. sæti í tækni
Bikarmót 1 2015 - Gull í hópatækni
Íslandsmót í tækni 2015 - 6. sæti í tækni
Íslandsmót í tækni 2015- 2. sæti í hópatækni
Norðurlandamót 2015 - 5 sæti í bardaga
Norðurlandamót  2015 - 7.  sæti í tækni
Valinn til að keppa á Evrópumóti ungmenna fyrir Íslands hönd sem haldið var í Frakklandi. Tók þátt en komst ekki í verðlaunasæti.
Scottish Open 2015- Gull í ungmennaflokki í bardaga
Scottish Open 2015- Gull í unglingaflokki í bardaga
Scottish Open 2015- Gull í paratækni
Scottish Open 2015-  Gull í hópatækni
Scottish Open 2015- Silfur í tækni
 
Íþróttamenn sem tilnefndir  voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2015:
 
Birkir Freyr Sigurðsson - knattspyrnumaður
Daníel Arnar Ragnarsson - taekwondomaður
Elvar Þór Sigurjónsson - körfuknattleiksmaður
Margrét Guðrún Svavarsdóttir - hnefaleikakona
Magnús Ríkharðsson - kylfingur
 
 
Guðmundur Einarsson hlaut viðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði. Á myndinni tekur hann við viðurkenningunni frá Andra Þór Ólafssyni.
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024