Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Danero Thomas á leiðinni til Keflavíkur
Danero Thomas í leik með Breiðabliki í Ljónagryfjunni á síðasta tímabili. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 4. janúar 2024 kl. 12:45

Danero Thomas á leiðinni til Keflavíkur

Hættur við að hætta

Danero Thomas verður hugsanlega í leikmannahópi Keflavíkur í kvöld þegar Hamar mætir í heimsókn í Subway-deild karla en Thomas er 37 ára reynslubolti og þekkir íslenskan körfubolta vel. Hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2018 og hefur leikið með fjölmörgum liðum í efstu deildum hérlendis auk þess að hafa leikið með íslenska landsliðinu.

Thomas mætti á æfingu hjá Keflavík í gær og Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, vill bæta honum í hópinn til að auka breidd liðsins en Pétur ætti að vita að hverju hann gengur enda lék Thomas undir hans stjórn hjá Breiðabliki. Danero lék með Hamarsmönnum á fyrri hluta yfirstandandi tímabils en tilkynnti í desember að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talsmaður Keflavíkur staðfesti að búið sé að senda beiðni um félagsskipti til Hamars og það verði vonandi búið að ganga frá skiptunum fyrir leikinn í kvöld – sem er gegn Hamarsmönnum.