Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 24. nóvember 1998 kl. 23:28

DAMON SPÆLDI GRINDVÍKINGA!

Þessi úrslitahelgi Eggjabikarsins í körfu var eign Damons Johnson Keflvíkings. Í tveimur leikjum sýndi hann og sannaði yfirburði sína meðal þeirra útlendinga sem hér leika um þessar mundir. Hann bar af öðrum leikmönnum íslenskum semerlendum og bar lið Keflvíkinga á herðunum langtímum saman.Undanúrslitin Grindvíkingar og Njarðvíkingar mættust fyrst í kaflaskiptum leik sem var eign Njarðvíkinga í fyrri hálfleik (30-43) og Grindvíkinga (51-34) í þeim seinni sem höfðu sigur 81-77. Herbert Arnars ( 24, 5 stoðs) og Peeples (27, 6 fráköst, 4 stoðs, 6 stolnir) voru bestir Grindvíkinga en allir skiluðu sínu. Birmingham og Friðrik Stefáns léku afar vel Njarðvíkurmegin en Friðrik Ragnars, Teitur Örlygs og Friðrik Rúnars, mennirnir með reynsluna meðal Njarðvíkinga, vilja örugglega gleyma þessum leik enda arfaslakir. Keflvíkingar mættu KR-ingum í leik sem mætti lýsa sem einvígi útlendingana Keiths Vassel (33, 14 fráköst, 10 stolnir ) og Damons Johnson(28, 18 fráköst, 10 stoðs.). Þeir kvittuðu hvort annan út, svona nokkurn veginn. Gæfumuninn gerði stórleikur Birgis Birgisson(24, 12 fráköst) bæði í vörn sem sókn, átti tvímælalaust sinn besta leik á ferlinum í 98-84 sigri. Hann hefur átt við erfið meiðsl að stríða sem hann hefur nýtt, með dæmalausum dugnaði að sögn kunnugra, til að bæta veikasta hluta leiks síns, skothreyfinguna. Úrslitaleikurinn Leikur Keflvíkinga og Grindvíkinga var mjög skemmtilegur, falleg tilþrif á báða bóga, taktískar breytingar þjálfarana og sálræn brögð reynd. Páll Axel Vilbergs lék út fyrsta trompinu með 5 þriggja stiga skotum úr 6 tilraunum á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Keflavíkurhraðlestin virtist rétt silast áfram, vörnin brothætt og Grindvíkingar með yfirburði í fráköstunum. Hjörtur, Falur, Gunnar og Guðjón voru óvirkir að mestu en eimreiðin sjálf, Damon Johnson (44, 16 fráköst, 7 stoðs.), lék hinn geysisterka varnarjaxl grindvískra Pétur Rúðrik oft grátt sem og alla Grindavíkurvörnina. Sigurðurþjálfari nýtti sér sterkan varamannabekkinn og hitti á réttan mann í Kristjáni Guðlaugs (10) sem kom með örlitla dirfsku í leik Keflvíkinga með sterkum gegnumbrotum.Stigaskor Grindvíkinga var jafnar skipt milli leikmanna og höfðu þeir yfir í hálfleik 41-48. Strax í upphafi seinni hálfleiks sló Damon á allar getgátur um að hann færi að þreytast og skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri á meðan hann beið þess að einhver annar hrykki í gang og það tók Falur Harðar (9, 3 stoðs, 3 stolnir) að sér með stigasyrpu. Að lokum fór svo að Grindvíkingar þreyttust á meðan Keflvíkingum óx ásmegin sem enn eitt merki sterks leikmannahóps og skildu 7 stig að lokum 88-81. Sami leikmannahópur að mestu Sigurður Ingimundar, Guðjón Skúla, Falur Harðars, Gunnar Einars, Halldór Karls, Birgir Örn Birgis og Kristján Guðlaugs,urðu um helgina Fyrirtækjabikarmeistarar þriðja árið í röð en Damon og Hjörtur Harðar í annað sinn. Sömu leikmennirnir hafa leikið saman um árabil þó einstaka leikmenn yfirgefi liðið í skamman tíma og fari í víking annars staðar. Þá hefur liðið notið þess að þjálfarabreytingar eru ekki tíðar og þeir sem þann starfa hafa annast gjörþekkt innviði liðins. Árangurinn af þessu er t.d. að Keflvíkingar eru þeir einu sem haldið hafa þessum nýja bikar á lofti og gefa hann örugglega ekki ódýrt frá sér að ári. Damon og höllin Damon Johnson virðist hvergi kunna betur við sig en í úrslitaleikjum í Laugardagshöll. Þangað hefur hann bara ekki komið án þess að vinna til verðlauna og verða andstæðingar liðsins að slá þá út úr bikarkeppni KKÍ áður en í höllina kemur því þar verður piltur ekki stöðvaður. Hann hefur nú leikið tvisvar til úrslita í Fyrirtækjabikarnum og einu sinni í bikarkeppni KKÍ, alltaf átt stórleik og staðið uppi sem besti leikmaðurinn í sigurliði. Hlutskipti Pétur Guðmundssonar Fyrirliði Grindvíkinga fær iðuglega að kljást við erfiðustu sóknarmenn andstæðingsins og þessi helgi var honum sérstaklega erfið: Hann þurfti að kljást við Teit Örlygsson á laugardeginum og sjálfan Damon Johnson íúrslitaleiknum. ,,Já, maður þarf að einbeita sér gegn þessum köppum og gæta þess að missa aldrei einbeitinguna. Teitur var nú heldur rólegur að þessu sinni en það sama verður víst ekki sagt um Damon. Maður vissi svo sem að Damon yrði ekki stöðvaður en 44 stig er of mikið. Þegar mér varð ljóst að hann var í þessum ham var markmiðið að láta hann hafa fyrir hverju skrefi og vona að hann yrði of þreyttur á lokamínútunum til að skora síðustu stigin. Á lokamínútunum þurftum við síðan að brúa bil og gerðum í flýtinum taktísk mistök í sókninni og aðrir leikmenn Keflvíkinga losuðu Damon undan pressunni með mikilvægum stigum í lokin.” Pétur eins og Birgir hjá Keflvíkingum vinnur oft ósýnilegu störfin, erfitt varnarhlutverk gegn stærri, þyngri eða fljótari leikmönnum og taktísk sóknarhlutverk, skilaði einnig stóru sóknarhlutverki að þessu sinni. „Vörnin krefst mestrar orku og einbeitingar. Sóknin skilar sér, ég bíð rólegur eftir sóknarfærum, og oftast merki um gott spil skori ég eitthvað að ráði” sagði fyrirliðinn að lokum. Hvað sagði Sigurður eiginlega? Keflvíkingar áttu undir högg að sækja í báðum leikjum helgarinnar og á ákveðnum tímapunkti í hvorum leik virtist Sigurði þjálfari nóg boðið. Í bæði skiptin tók hann leikhlé og tókst í þeim báðum að breyta hugarfari leikmanna sem breytti þegar gangi leiksins og tryggðu í kjölfarið liðinu sigrana. Mörgum lék hugur á að komast að því hvað það væri eiginlega sem hann segði við leikmenn sína sem hefði þessi áhrif og getgátur um mikið skítkast og ljótt orðbragð. ,,Ég sagði nú svosem ekkert merkilegt í þessum leikhléum annað en að við þyrftum að fara í gang til að vinna. Við vorum í báðum tilfellum búnir að vera á hælunum og leikmennirnir sjálfir gerðu sér ljóst að við þyrftum að gera betur til þess að sigra” sagði Sigurður sposkur. ,,Jú, vissulega eru þetta sætir sigrar. Við vorum búnir að vera á hælunum, gáfum Páli Axel t.a.m 5 galopin 3 stiga sem hann setti öll niður, en um leið og allir sameinuðust í góðum varnarleik þá kom þetta. Við njótum þess að við getum haft óþreytta leikmenn á vellinum mest allan tímann” sagði Sigurður að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024