Damon og Lewis líklega með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum
Darrel Lewis, leikmaður Grindvíkinga og Damon Johnson leikmaður spænska liðsins Laguna Bilbao verða að öllum líkindum báðir með á Smáþjóðaleikunum í Andorra. En er óvíst hvort Damon nái fyrstu leikjunum með liðinu á Andorra vegna þess að spænska deildin verður en hugsanlega í gangi. Darrel Lewis hefur ekki áður spilað fyrir hönd íslenska landsliðsins og er ekki en vitað hvort hann spili á Íslandi á næsta ári. Þá er ólíklegt að Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkinga verði með þar sem hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli.
Vf-mynd: úr safni. Darrel Lewis í leik með Grindvíkingum.