Damon Johnson orðinn íslenskur
Damon Johnson, leikmaður Keflvíkinga í körfuknattleik, hefur verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt tillögu Alsherjarnefndar Alþingis sem samþykkt var í gær. Mun Damon verða löglegur með landsliðinu strax og ætti hann því að geta leikið með því milli jóla og nýárs á móti í Lúxemborg.Damon verður þar með annar leikmaðurinn í liði Keflavíkur sem hefur tvö ríkisföng en hinn er Kevin Grandberg. Keflvíkingum gefst nú kostur á að fá annan Kana til liðs við sig en ekki er þó talið að þeir geri það þar sem kostnaðurinn er mikill.