Damon Johnson með flest atkvæði Suðurliðsins
Damon Johnson fékk næstflest atkvæði í netkosningu byrjunarliðanna í stjörnuleik KKÍ sem fram fer á Ásvöllum nk. laugardag. Hann fékk flest atkvæði Suðurliðsins eða samtals 454 en Friðrik Stefánsson úr Njarðvík og Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík voru einnig kosnir í byrjunarliðið. Þá mun Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari og þjálfari Grindvíkinga þjálfa liðið.Norðurliðið: Darrell Flake, KR (466), Magni Hafsteinsson, KR (270), Hlynur Bæringsson, Snæfelli (408), Eiríkur Önundarson, ÍR (382), Clifton Cook, Tindastóli (191). Þjálfari er Ingi Þór Steinþórsson, KR.
Suðurliðið: Damon Johnson, Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefánsson, Njarðvík (380), Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík.
Suðurliðið: Damon Johnson, Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefánsson, Njarðvík (380), Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík.