Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 7. janúar 2003 kl. 14:20

Damon Johnson með flest atkvæði Suðurliðsins

Damon Johnson fékk næstflest atkvæði í netkosningu byrjunarliðanna í stjörnuleik KKÍ sem fram fer á Ásvöllum nk. laugardag. Hann fékk flest atkvæði Suðurliðsins eða samtals 454 en Friðrik Stefánsson úr Njarðvík og Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík voru einnig kosnir í byrjunarliðið. Þá mun Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari og þjálfari Grindvíkinga þjálfa liðið.Norðurliðið: Darrell Flake, KR (466), Magni Hafsteinsson, KR (270), Hlynur Bæringsson, Snæfelli (408), Eiríkur Önundarson, ÍR (382), Clifton Cook, Tindastóli (191). Þjálfari er Ingi Þór Steinþórsson, KR.
Suðurliðið: Damon Johnson, Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefánsson, Njarðvík (380), Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024