Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 2. júní 2003 kl. 10:28

Damon Johnson kom ekki til Möltu

Damon Johnson, körfuknattleiksmaður sem leikið hefur með Keflavík sl. tvö tímabil, skilaði sér ekki til Möltu á fyrirfram ákveðnum tíma í dag en hann er í íslenska landsliðinu sem leikur á Smáþjóðaleikunum. Johnson átti að koma til Möltu í morgun með flugi frá Roma en vegna verkfalls hjá ítalska flugvélaginu Air Italia varð ekkert af komu hans og hefur forráðamönnum KKÍ ekki tekist að hafa uppi á honum. Ljóst er á þessari stundu að Johnson verður ekki með á fyrstu æfingu landsliðsins í dag en Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sem er á Möltu vonast til að leikmaðurinn skili sér á áfangastað síðar í dag.
Þetta kemur fram á heimasíðu Morgunblaðsins, mbl.is!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024