Damon í eins leiks bann
Bandaríski leikmaðurinn í liði Keflvíkinga í körfuknattleik, Damon Johnson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Damon varð sundurorða við Kristin Albertsson dómara í leik í úrvalsdeildinni á dögunum. Kristinn kærði leikmanninn til aganefndar sem komst að þeirri niðurstöðu sem að framan greinir. Damon leikur því ekki með Keflvíkingum gegn Breiðabliki á sunnudag. Visir.is greindi frá