Damon frá Keflavík?
Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 hefur grískt körfuboltalið gert tilboð í Damon Johnson körfuboltamann Keflavíkur. Stjórn Keflavíkur er að skoða tilboðið og er búist við að stjórnin gefi svar eftir leik Keflavíkur og KR sem hófst klukkan 19:15. Í síðustu tveimur leikjum hefur Damon skorað 41 stig og er ljóst að ef hann hverfur á brott muni róður Keflavíkur þyngjast verulega.