Damon farinn til Spánar
Damon Johnson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik, hélt í dag til Spánar þar sem hann mun leika með liði í efstu deild spænska boltans. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun Damon leika með liðinu út úrslitakeppnina en ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið.Liðið sem Damon mun leika með ku vera í 3. sæti deildarinnar.