Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. febrúar 2003 kl. 09:11

Damon ekki á leið til Grikklands

Mjög ólíklegt þykir að Damon Johnson, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, sé á leið til Grikklands til að leika með þarlendu liði í 2. deild eins og fjölmiðlar greindu frá fyrir helgi. Gríska liðið lækkaði tilboð sitt í Damon og því féll málið í raun upp fyrir.Damon segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að það sé mjög ólíklegt að hann taki tilboði Panellinois. "Ég hef aldrei sagt að ég sé að yfirgefa Keflavík á þessum tímapunkti og eins og staðan er í dag mun ég klára þetta tímabil með liðinu enda ætlum við okkur að vinna meistaratitilinn," sagði Johnson í samtali við Morgunblaðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024