Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dagur Kár til Grindavíkur og Jackson látinn fara
Föstudagur 28. október 2016 kl. 23:25

Dagur Kár til Grindavíkur og Jackson látinn fara

Það dró til tíðinda í leikmannamálum Grindavíkur og Njarðvíkur í dag en Grindavík samdi við Dag Kár Jónsson og Njarðvík sagði Corbin Jackson upp.

Dagur Kár Jónsson sem leikið hefur í bandaríska háskólaboltanum í vetur hefur samið við Grindavík í Dominos deild karla. „Má segja að hér sé um óvæntan en ánægjulegan hvalreka fyrir Grindavík,“ segir á Facebook síðu Grindavíkur. Dagur Kár spilaði með St. Francis skólanum í New York en hefur samið um að spila með Grindavík út tímabilið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar tóku ákvörðun um að láta Bandaríkjamanninn Corbin Jackson fara en hann þótti ekki standa undir væntingum. Jackson var með 17 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik með Njarðvík.