Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dagur Kár til Austurríkis
Fimmtudagur 26. júlí 2018 kl. 09:09

Dagur Kár til Austurríkis

Dagur Kár, fyrrum leikmaður Grindavíkur í Domino´s-deild karla í körfu hefur samið við Austurríska félagið Raiffeisen Flyers Wels og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð. Dagur Kár hafði áður samið við Stjörnuna og ætlaði að leika með þeim í haust en ekkert verður úr þeim áformum. Austurríska liðið endaði í fimmta sæti í Austurrísku efstu deildinni á síðustu leiktíð og komst að auki í undanúrslit bikarkeppninnar. Karfan.is greinir frá þessu.

Á síðustu leiktíð var Dagur með 16,6 stig og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Grindavík en hann var einnig valinn besti leikmaður Grindavíkur á síðustu leiktíð en Dagur hefur leikið síðastliðin tvö ár með Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024