Dagmar og Ína skrifa undir við UMFN
Dagmar Traustadóttir og Ína María Einarsdóttir skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild UMFN.
Þetta er mikill akkur fyrir lið Njarðvíkur sem stefnir á að komast í hóp hinna bestu á nýjan leik. Stúlkurnar léku stórt hlutverk með meistaraflokki í vetur þrátt fyrir ungan aldur, en Dagmar er 16 ára og Ína 15 ára. Þær urðu einnig Íslandsmeistarar með 10. flokki kvenna á síðustu leiktíð og eru báðar í U-16 ára landsliði Íslands.
Sigurður H. Ólafsson formaður kvennaráðs kkd. Njarðvíkur, sagði í frétt á heimasíðu UMFN að þessir samningar væru: „mikilvægur þáttur í að byggja upp kvennabolta í Njarðvík til framtíðar og hlúa vel að þeim stúlkum sem hafa metnað og getu til að ná langt í sinni íþrótt.“
Myndir: Eyrún Líf/umfn.is