Dagmar halut Elfarsbikarinn

Stelpurnar í MB 10 ára og yngri opnuðu hátíðina með glæsilegu dans- og söngvaatriði, vakti það mikla lukku. Hefðbundin verðlaun voru veitt hjá öllum keppninsflokkum og hápunkturinn var afhending Elfarsbikarsins en hann hlýtur efnilegasti leikmaður félagsins hverju sinni.
Að þessu sinni var það hin efnilega Dagmar Traustadóttir sem fékk bikarinn eftirsótta og var það Rúnar Ingi Erlingsson sem afhenti bikarinn en hann fékk hann einmitt í fyrravetur. Unglingaráð bauð svo uppá glæsilegar veitingar og var almenn ánægja með framkvæmd uppskeruhátíðarinnar.