Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Dagmar halut Elfarsbikarinn
Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 18:27

Dagmar halut Elfarsbikarinn

Uppskeruhátíð yngri flokka Körfuknattleiksdeildar UMFN var haldin þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn. Fjölmenni sótti uppskeruhátíðina en yngri flokkar KKd UMFN stóðu sig vel í vetur og alls komu fjórir titlar í hús. Árangurinn er þó ekki eingöngu mældur í titlum heldur er aðalatriðið gleðin sem hefur ríkt í vetur hjá þessum glæsilega hóp iðkenda sem æði vel í allan vetur.
 
Stelpurnar í MB 10 ára og yngri opnuðu hátíðina með glæsilegu dans- og söngvaatriði, vakti það mikla lukku. Hefðbundin verðlaun voru veitt hjá öllum keppninsflokkum og hápunkturinn var afhending Elfarsbikarsins en hann hlýtur efnilegasti leikmaður félagsins hverju sinni. 
 
Að þessu sinni var það hin efnilega Dagmar Traustadóttir sem fékk bikarinn eftirsótta og var það Rúnar Ingi Erlingsson sem afhenti bikarinn en hann fékk hann einmitt í fyrravetur. Unglingaráð bauð svo uppá glæsilegar veitingar og var almenn ánægja með framkvæmd uppskeruhátíðarinnar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024