Dæmdir í bann
Þrír Suðurnesjamenn voru í dag dæmdir í leikbann af aganefnd KSÍ. Það voru þeir Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, Paul McShane, leikmaður Grindavíkur, og Haraldur Sigfús Magnússon, þjálfari GRV.Einar Orri og Paul fengu eins leiks bann hvor, en Haraldur tveggja leikja bann.
Þess má geta í framhjáhlaupi að Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA sem var vikið af velli í sama leik og Einar Orri, fékk einnig eins leiks bann fyrir að Hrinda Símuni Samúelsen.








