Crystal Boyd sagt upp hjá Grindavík
Stjórn og þjálfari kvennaliðs Grindavíkur hafa ákveðið að segja upp samningi við Bandaríska leikmann liðsins Crystal Ann Boyd. „Hún var bara ekki að standa undir væntingum og var ekki að leggja sig fram,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins.
Benóný Harðarsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sagði hana ekki vera peningana virði. „Hún hefur ekki verið að standa undir væntingum og hún var meira að skemma út frá sér heldur en að gera gott fyrir liðið. T.d. í síðasta leik spilaði hún um 16 mínútur og skoraði 7 stig því hún nennti hvorki að spila vörn né sókn, þannig þetta var það eina í stöðunni,“ sagði Benóný. „Við munum leita og hafa augun opin fyrir nýjum leikmanni en það bendir allt til þess að við munum spila kanalaus út tímabilið.“
[email protected]