Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Criner send heim frá Grindavík
Mánudagur 15. október 2012 kl. 08:39

Criner send heim frá Grindavík

Bandaríski leikmaðurinn Dellena Criner hefur verið send heim frá Grindavík eftir þrjár umferðir í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Criner þótti ekki standa undir væntingum og þótti jafnframt ekki henta nægilega vel fyrir leikmannahóp Grindavíkur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is.

Grindvíkingar eru nýliðar í deildinni í ár og hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni til þessa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024