Coke styrkir keflvíska knattspyrnu
Í dag skrifaði knattspyrnudeild Keflavíkur undir samstarfssamning við Vífilfell hf. Um er að ræða áframhald á samstarfi aðilanna, sem lýsa yfir gagnkvæmri ánægju með nýja samninginn.
Í samningnum felst margþættur stuðningur Vífilfells við knattspyrnudeildina. Gísli Inga, sölustjóri, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Vífilfells og sagði fyrirtækið vera ánægt með samstarfið við Keflavík á liðnum árum og líta framhaldið björtum augum.