Cogley til liðs við Keflavíkurstúlkur
Christie Cogley, 23 ára bandarísk körfuknattleikskona kom til landsins í gær og leikur hún með Keflavík í úrslitakeppninni. „Við lágum lengi undir feldi með þessa ákvörðun og vorum enn lengur að velja leikmanninn” sagði Kristinn Einarsson þjálfari Keflvíkinga. „Christie er talinn góður alhliða sóknarleikmaður og sterkur varnarmaður að auki. Hún lék með Mercer háskólanum í Flórida 1993-1997 og vann til margvíslegra verðlauna á skólaferli sínum. Þá lék hún einnig með Atlanta Glory í bandarísku NBL deildinni (hálfatvinnumannadeild) og var valin besti varnarmaður liðsins 1999.”