Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Coerver Coaching í Reykjanesöllinni 11.-13. september
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 17:00

Coerver Coaching í Reykjanesöllinni 11.-13. september

Helgina 11. -13. september nk verður knattspyrnunámskeið hjá Coerver Coaching í Reykjaneshöllinni - Reykjanesbæ.

Námskeiðið er fyrir alla drengi og stúlkur í 3.-6. flokki.

Coerver Coaching er æfinga og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum, en sérstaklega aldrinum 8-16 ára á öllum getustigum.

Aðalmarkmið Coerver Coaching:
Er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum.
Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og leik.
Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu.
Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu.
Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmarkmiðunum.

Yfirþjálfari og framkvæmdastjóri Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson

Dagskrá - Æfingar
Iðkendur (2005-2007) Fös kl. 17.00-18.15 Lau og Sun kl. 09.00-12.00
Iðkendur (2000-2004) Fös kl. 18.45-19.00 Lau og Sun kl. 13.00-16.00

Verð kr. 12.500 + 10% systkina afsláttur
*Iðkendur fá Coerver Coaching treyju frá Adidas

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024