Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 6. desember 2001 kl. 11:17

Cmer sagt upp hjá Grindavík

Hópur körfuknattleiksliðs Grindavíkur minnkaði enn frekar í gær þegar ákveðið var að leysa slóvenska leikmanninn Miha Cmer undan samningi sínum við félagið. mbl.is greindi frá.Cmer hefur verið leikstjórnandi Grindavíkurliðsins á þessu tímabili og er þriðji stigahæsti leikmaður þess með 13,8 stig að meðaltali í leik.

Á heimasíðu Grindvíkinga segir að uppsögn Cmers sé liður í sparnaðaraðgerðum stjórnarinnar og að kostnaðurinn við dvöl Slóvenans hér á landi hafi ekki þótt skila sér nægilega vel.

Grindvíkingar sögðu fyrir skömmu upp samningnum við bandaríska leikmanninn Roni Bailey og þá er Helgi Jónas Guðfinnsson frá keppni framyfir áramót vegna meiðsla. Grindavík teflir því ekki fram neinum erlendum leikmanni, eitt liða úrvalsdeildarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024