Clinch inn - Vinson og Liapis út
Sviptingar hafa orðið í leikmannahóp Grindvíkinga í Domino’s deild karla, en liðið hefur sent heim tvo erlenda leikmenn og bætt einum við sem er öllum hnútum kunnugur í Grindavík. Lewis Clinch mun leika með liðinu í vetur en hann hefur leikið tvö tímabil með gulum áður. Síðast þegar Grindvíkingar fóru alla leið í úrslit gegn KR fyrir tveimur árum.
Þeir Terrell Vinson og Michalis Liapis voru látnir taka poka sinn en báðir glíma þeir við langvarandi meiðsli. Grindvíkingar mæta Keflvíkingum í næstu umferð á fimmtudaginn.