Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Clemmons rekinn frá UMFG
Sunnudagur 4. mars 2007 kl. 15:58

Clemmons rekinn frá UMFG

Calvin Clemmons sem hefur leikið með Grindavík síðustu mánuði var sagt upp störfum fyrir helgi að því er fram kemur á heimasíðu UMFG.

Clemmons hefur ekki þótt standa undir væntingum, en hann lék níu leiki með liðinu og skoraði um 14 stig að jafnaði í leik og tók um 10 fráköst.

Leikmaðurinn var með portúgalskt vegabréf og lék hér sem Evrópumaður og er því ekki hægt að fá nýjan leikmann í hans stað. Annars hefur engin ákvörðun verið tekin um fleiri breytingar á leikmannahópnum að því er fram kemur á heimasíðu UMFG og er vonas til að leikmannahópurinn þjappi sér þeim bettur saman fyrir átökin í úrslitakeppninni sem nú stendur fyrir dyrum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024