Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Christofer farinn frá Reyni
Laugardagur 2. september 2006 kl. 11:24

Christofer farinn frá Reyni

Markvörðurinn Christofer Maccluski hefur yfirgefið herbúðir Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu eftir að framkvæmdastjóri og stjórn KSD Reynis höfnuðu óraunhæfum kröfum leikmannsins. Christofer er skoskur og hefur haldið til síns heima og mun því ekki leika síðustu tvo deildarleikina með Sandgerðingum í 2. deild.

Ingvi Þór Hákonarson hefur verið fenginn til þess að standa vaktina í Reynismarkinu en hann verður á milli stanganna gegn Njarðvík á morgun og í síðasta leiknum sem verður gegn Fjarðarbyggð.

Guðmundur Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Reynis, sagði að þegar Sandgerðingar hefðu hafnað kröfum Christofers hefði leikmaðurinn yfirgefið félagið í skyndi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024