Christine Buchholz vann sinn flokk í Laugavegshlaupinu
Fjórir keppendur frá Grindavík tóku þátt í árlegu Laugavegshlaupi um helgina þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Christine Buchholz var meðal þessara keppenda og gerði hún sér lítið fyrir og vann sinn flokk.
Christine keppti í flokki kvenna á aldrinum 40-50 ára og kom í mark á tímanum 5:54. Aðstæður voru mjög góðar á hlaupaleiðinni, létt gola en ekkert öskufok.
Myndin var tekin í hlaupinu í fyrra en greint er frá afrekinu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.