Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Carmen Tyson Thomas í grænt
Sunnudagur 27. desember 2015 kl. 21:48

Carmen Tyson Thomas í grænt

Njarðvíkingar semja við fyrrum Keflvíking

Carmen Tyson Thomas fyrrum leikmaður Keflavíkur hefur samið við 1. deildar lið Njarðvíkur um að leika með liðinu út tímabilið. Thomas er öflugur leikmaður sem vafalaust á eftir að styrkja ungt Njarðvíkurlið. Hún lék með Keflvíkingum í fyrra þar sem hún skoraði 26 stig í leik og tók 12 fráköst, en hún lék áður með Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Njarðvíkingum segir Gunnar Örlygsson formaður kkd. að með ráðningu Carmen sé stefnan sett á toppinn í fyrstu deildinni enda sé hún frábær leikmaður. Hún sé góð viðbót við ungt og efnilegt lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024