Carmen látin taka poka sinn
„Gerði lítið úr liðsfélögum“ - „Þjálfarinn tók starfið ekki alvarlega“
Stiga- og frákastahæsti leikmaður Domino’s deildar kvenna í körfubolta, Carmen Tyson-Thomas, var látin taka poka sinn hjá Njarðvíkingum um helgina. Ástæðan var að sögn samskiptaörðuleikar.
„Hún gerði lítið úr liðsfélögum sínum við skiptingar og hristi hausinn þegar þær voru að skjóta. Kvartanir vegna hennar komu úr öllum áttum og ég gerði þau mistök að hafa ekki tekið á þessu fyrr. En ég læri af þessu.“ sagði Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is.
„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum geturu heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því. Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur.“ sagði Carmen þegar hún svaraði þessum ásökunum Agnars á sama vettvangi.